sunnudagur, 22. september 2013

Batnandi mönnum er best að lifa

Ég á deit í næstu viku sem ég hlakka mjög mikið til. Ég er líka með kvíðahnút í maganum og er hrædd um að ég komi ekki nógu vel út... Ég á nefnilega deit með einkaþjálfara á þriðjudaginn og hann bað mig um að skrifa niður matardagbók þangað til að ég hitti hann! Tja eða hún, þar sem þjálfarinn er kvennkyns;)
 Hún á eftir að fá áfall!
 Ég fékk alla vega áfall (þótt ég hafi vitað að þetta væri slæmt) því ég er ekki vön að skrifa niður allt þetta ógeð og þurfa að lesa yfir þetta. Það er nánast allt eitthvað unnið (pylsur, kakósúpur etc...) og inn á milli eitthvað með sykri til að fá orku. Ég þarf að viðurkenna að einn morguninn fékk ég mér súkkulaði í morgunmat því að ég var svo orkulaus og það lá á stofuborðinu og starði á mig! Mér leið ekkert sérlega vel með sjálfa mig þegar ég var búin að gúlpa því í mig... En batnandi mönnum er best að lifa, ég er að fara að breyta til og ég hlakka til!:)


Í gær borðaði ég það sem ég vildi og keypti mér bland í poka sem ég borðaði yfir X factor. En ég tók ákvörðun um að morgundagurinn yrði betri, það yrði ekkert nammi eða sætindi þangað til næsta laugardag og ég ætlaði að vera meðvituð um hvað ég var að láta ofan í mig. Ég ætlaði að leyfa mér það sem ég vildi, eins mikið og ég vildi þangað til að ég myndi hitta einkaþjálfarann, það var viðmiðið og ég myndi byrja í átakinu þá. En svo rann upp fyrir mér að það er ekki góður hugsunarháttur, ekki að mínu mati alla vega! Þetta er svona eins og þeir sem ætla að hætta að reykja, keðjureykja marga pakka því þeir vita að þeir séu að fara að hætta, ekki beint besta viðhorfið.
Ég get þá vonandi látið hana fá matardagbókina með aðeins minni skelfingu en ella, gæti jafnvel troðið smá ávöxtum og grænmeti í hana, úú dugleg!;) 
Enda þetta á myndum sem veita mér innblástur!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli