föstudagur, 15. maí 2015

Smá updeit

Jæja, tími kominn á að gefa síðunni smá ást!:)

Ég hef ekki skrifað í langan tíma og það hefur verið ágætis ástæða fyrir því, mér fannst ég ekki hafa mikið til að deila með ykkur matarræðislega og hreyfingalega séð...Mig langar að vera alveg fullkomilega einlæg með líðan mína svo þetta gæti komið út sem smá væl en here it goes:

Ég var farin að ströggla svolítið í janúar með mataræðið en ég hreyfði mig ennþá 5-6x í viku, fann samt að það var kominn leiði, vissi alveg að ég þyrfti að fara að breyta um lyftingaplan bráðlega ef ég ætlaði ekki að fá ógeð og hætta bara!
Ég tók ákvörðun um að sækja um fjarþjálfun hjá Betri árangur til að fá kickið sem ég þurfti, nýjar æfingar og smá freshness í þetta allt saman:)

Hins vegar ákvað ég að sleppa því í bili að panta mér fjarþjálfun þar sem í febrúar komst ég að því að ég væri ólétt:) Þetta voru yndislegar fréttir en á sama tíma varð þetta strax mjög erfitt fyrir mig hreyfingalega og mataræðislega séð:(

 Það eru greinilega engar tvær meðgöngur eins því að með Natalíu fann ég bara fyrir örlítilli velgju endrum og eins en í þetta skipti skall svakaleg ógleði á mér strax fyrir 4 vikurnar! Dags daglega var ógleðin frekar slæm en ég ældi sem betur fer sjaldan en í hvert skipti sem ég fór í ræktina varð ógleðin óbærileg og ég endaði yfirleitt með hausinn í klósettinu og plús ekki með neina orku.. Eftir held ég níunda skiptið þar sem ég þarf að hlaupa inn eftir upphitunina þá gafst ég satt að segja bara upp á því að fara í ræktina, mér leið svo hörmulega þar:( Mér leið eins og algjörum aumingja...
Til að bæta á þetta þá leið mér aðeins bærilega í ógleðinni á meðan ég var að narta svo að það var nartað... og nartað... og nartað meira...

Ég fann að ég var mjög fljót að bæta á mig enda að fara úr því að hafa stjórn á matarræðinu og hreyfa sig oft í viku yfir í að narta allan daginn (og því miður ekki alltaf hollan mat) og hætta að hreyfa sig að það hafði ekki beint grennandi áhrif;)

Ógleðin og þetta mikla orkuleysi hvarf sem betur fer nánast eins og yfir nótt þegar ég var komin um 13 vikur sirka ( ef ég man rétt) og ég man að fyrsta æfingin eftir þetta var eins og himnesk að því leytinu til að finna loksins ekki til ógleðis, svima og ég var með orku, vúhú!

En því miður eftir þessar vikur af hreyfingaleysi og narti í óhollan mat þá festist ég í þeirri venju og ég næ ekki enn að losa mig úr þessum vana:(
Ég á erfitt með að koma mér í ræktina og síðan ógleðin fór hef ég bara mætt sirka 1x í viku í ræktina. Ég á erfitt með að mæta út af því að það er erfitt að líða eins og maður sé aumari en áður, það er erfitt að geta ekki gert hluti sem maður gat gert áður og það er erfitt að eiga í raun ekki ræktarföt sem passa almennilega á mann lengur. Ég veit, væl væl væl og afsakanir! En svona líður mér...
Það er líka erfitt að sjá töluna á vigtinni hækka og ég geri mér grein fyrir því að ég er að þyngjast of hratt! Í Janúar var ég 60 kg og núna er ég um 65 kg að ég held og svo þarf að taka með í reikninginn að það eru vöðvar að rýrna svo þetta gætu verið fleiri en 5 kíló af fitu.

Núna er ég komin á 18 viku meðgöngu og mér þykir svo leiðinlegt að ég geti ekki verið eins sterk og aðrar konur sem ég sé massa ræktina og lyftingarnar á meðgöngu, þær sem þyngjast varla nema um eitt stykki bumbu...
En ekki get ég eytt meðgöngunni í samviskubit og í það að dæma sjálfa mig, það var væri bara vitleysa og myndi ekki gera neitt gagn:)  Það eina sem ég get gert er að sætta mig við orðinn hlut og reyna að gera betur það sem eftir er:D Reyna að hætta að hugsa um að ég vilji vera grennri og slíkt og einbeita mér meira að því að t.d. borða næringaríkari fæðu barnsins vegna og hreyfa mig okkar vegna, allt mun ganga betur, meðgangan og fæðingin!

Alla vega, gott að koma þessu frá mér og leyfa ykkur að fá smá updeit, þið sem skoðið síðuna ef það eru einhverjir;) Svo ég er ansi hrædd um að það verði ekkert svakalega spennandi ræktarstatusar eða markmiðum sem er náð þar sem ég mun einbeita mér aðallega að því að koma mér aftur á eitthvað skrið í að hreyfa mig og borða hollar;)

En svo verður aftur farið á fuuuuullt eftir fæðingu bumbubúans en það er nú eiginlega ekkert svo langt í hann:D

Kær kveðja frá vælarusnum:*

Ps. Elska þennan spegill, léttir mann um sirka 2 kg;)
Maðurinn fílar hann ekki því hann léttir hann um 2 kg;)



1 ummæli: