sunnudagur, 4. janúar 2015

Gleðilegt nýtt ár!

Þá er komið að uppgjöri árs 2014!

 Loksins drattast ég til að blogga en ég hef hugsað með samviskubits til elsku bloggsíðunnar þennan tíma enda aldrei liðið jafn langur tími á milli þess sem ég skrifa!
 Eins og flestir giska sennilega á þá eru tvær ástæður fyrir því að ég hef ekkert skrifað:
Númer 1 er að ég var í prófum til 15 desember og það komst ekkert annað að og svo komu jólin með tilheyrandi stússi svo bloggið sat á hakanum.
Númer 2 er að ég var einlæglega, algjörlega, 100% ‚all in‘ í óhollustunni, alveg af lífi og sál og þá er erfitt að skrifa eitthvað á hollustubloggsíðuna sína..!
En nú gengur ekkert annað en að hætta þessari vitleysu og koma sér aftur í lífstílinn enda er það bara miklu ánægjulegra og skemmtilegra
J

Mig langaði aðeins að fara yfir árið 2014 en þetta var mjög stórt og ánægjulegt ár! 

Í byrjun árs fór ég í vinkonuferð til Danmerkur þar sem var mikið hlegið og verslað og verslað meira!
Í ágúst giftist ég ástinni minni til níu ára og var þetta ískaldur dagur en einn besti sem ég hef upplifað, strax í kjölfarið fórum við í brúðkaupsferð til Tenerife þar sem við leyfðum okkur þrírétta á hverju kvöldi og nýttum okkur slökunina til fulls!:) 

Þetta ár fór Andrés að vinna hjá Lögmannsstofunni, við keyptum jepplinginn okkar, Natalía byrjaði í leikskóla (og elskar það!) og ég fór í háskóla að læra sálfræði
J Í fyrsta skipti á ævinni náði ég mínum markmiðum þegar kemur að hreyfingu og mataræði og í fyrsta skipti fór ég að trúa að ég gæti það sem ég ætlaði mér! Þetta ár var eitt það besta í mínu lífi  og ég fór inní nýja árið með þvílíka hamingju í hjartanu og þakklæti yfir þessu öllu sem ég var svo heppin að fá að upplifa.


Ég náði mínum markmiðum þegar kom að hreyfingu og matarræði eins og ég sagði hér fyrir ofan en hinsvegar kom líka bömp in þe ród. Eftir brúðkaupið, eins og ég hef komið að áður, þá datt ég svolítið af sporinu þar sem stóri markmiðsdagurinn var búinn. Ég fór að slaka aðeins á eftir því sem tíminn leið þegar kom að matarræðinu og brennslu en ég var alltaf mjög dugleg að lyfta, ég bætti mig í þyngdum og ákvað að bölka fyrir alvöru.
 Hins vegar fór það í svolítið rugl því ef þú ætlar að ‚bölka‘ þá geriru það á hollan hátt, nóg af próteini og passar að þú náir viðhaldskalóríur fjöldanum og jafnvel yfir til að stækka vöðvana. Ég fór alveg definetly yfir kalóríurfjöldann en því miður ekki með hollustu! ÚPS...
Fitan skreið því hægt og rólega á líkamann aftur, brjóstin stækkuðu fyrst, maginn fylgdi hratt á eftir og restin af líkamanum;) Desember var hrikalegur þar sem ég át eins og svín í próftímanum og svo yfir jólin en ég komst að því að þrátt fyrir að þú teljir að þú sért alveg meðetta þá er alltaf hættan á að detta út af sporinu ef þetta er nýtt fyrir þér. 
En ég ákvað að hugsa þetta sem jákvæðan hlut, þetta var eitthvað sem kenndi mér á sjálfa mig og nú fæ ég tækifæri til að koma mér í draumaformið og ég held ótrauð áfram! Vúhú, alway's look on the bright side of life;)
Mottóið að sjálfsögðu er að gefast aldrei upp og reyna að sleppa samviskubitinu, gerir bara ekkert gagn!
Og shii hvað ég var bjúguð, enda alltof mikið salt, lítið af vatni o.s.fr.! Hér kemur mynd til að sýna hversu slæm ég var, þetta var eftir bara smá stund...

Vel merkt!


Alla vega, ég hef ekki mælt fituprósentuna í langan tíma en ég held að ég sé komin upp í 25% alla vega og vigtin segir 60,5 kg.
Ég tel að ég sé komin með aðeins stærri vöðva en áður (vona það!) svo nú er að sjá til hvort að þeir muni sjást betur þegar fitulagið minnkar aðeins
J 

Ótrúlegt að það er bara um vika á milli myndanna tveggja hér fyrir neðan! Bjúguð í draaasl á neðri myndinni eftir viku af ógeði og nánast engri vatnsdrykkju. Halló vatn og bless salt!





Nú er nýtt ár og ný markmið sem eru:
1.   Ná 45 kg í bekk, er ennþá föst í 42,5 sem ég get tekið max 1 sinni.
2.   Ná 5 chin ups ( Get tekið 3 án aðstoðar en með hálfgerðu svindli, þar að segja fer ekki nógu langt niður... )
3.   ‚Kötta‘ og ná aftur niður í 20% fitu
4.   Bæta þolið
5.   Passa aftur í small toppinn minn og small skinnybuxurnar mínar;)

Annars verð ég að henda inn myndum af nýju ræktarfötunum sem ég fékk frá elsku manninum mínum í jólagjöf, íískr!:)

Elsketta!




Engin ummæli:

Skrifa ummæli