föstudagur, 6. júní 2014

Drifkraftur!

Nú er 8 mánaða markið að nálgast óðfluga, í því að borða hollar og hreyfa sig almennt þótt mér líði eins og það sé miklu lengra síðan!

Eins og hefur komið fram hérna áður þá er ég búin að vera að ströggla og það er eins og ég nái ekki almennilega hausnum í gang aftur, ég er að leyfa mér ýmislegt sem fékk ekki að koma inn fyrir mínar varir áður og búin að slaka heldur mikið á í ræktinni fyrir minn smekk. Samt er miklu auðveldara að drullast í ræktina og hreyfa sig heldur en að halda matræðinu en ég er samt stolt af því að ég er almennt að fara 4x í viku í ræktina ennþá og borða ennþá frekar hollt þótt það sé að læðast inn ýmislegt sem ætti ekki að vera þar. Ég er búin að fá nóg af samviskubiti og yfir því að níðast á sjálfri mér þegar ég er ekki dugleg, ég hef ákveðið að reyna að muna hvernig ég var áður en ég byrjaði og hvað ég hef komið langt síðan þá!:)

Þann 14 janúar þá var ég 55,5 kíló og núna þann 6 júní er ég um 57,5 kíló, 2 kíló í plús. Ég er að vona að einhver grömm af þessu séu vöðvar þar sem ég eyddi dágóðum tíma í að þyngja í ræktinni ásamt því að auka kalóríurnar en mér grunar nú að eitthvað af þessu sé fita. Ég fer aftur í mælingu í næstu viku og þá koma nýjar tölur!:)

Annað i fréttum er að ég er búin að ná þriðja markmiðinu af fimm sem ég ætlaði mér að ná fyrir 16. ágúst.

Nýjasta myndin.
Ekki mikil breyting.
  • Það var að ná 40 í bekk
  • 50 í hnébeygju 
  • 20 armbeygjum
    en ég er reyndar búin að ná 30 armbeygjum svo ég komst vel yfir það markmið:) En ég rétt slefaði bekkinn, er voðalega aum í greyið brjóstvöðvunum mínum en þetta kemur allt saman.




Sigurvegari er sá sem hættir ekki heldur stendur aftur upp og gefst ekki upp, ég lít þannig á það. Og til þess þarftu að geta fyrirgefið sjálfri þér og reynt eins og þú mögulega getur að fá ekki samviskubit t.d yfir súkkulaðistykkinu sem þú borðaðir eða af því að þú náðir ekki markmiði þínu í þetta skipti! 

Það sem skiptir máli er að hætta ekki, halda áfram! En mig langaði að henda niður nokkrum leiðum til að mótiveita þig (á góðri íslensku), auðveldara sagt en gert reyndar.

Drifkraftur er ekki þolinmóður og alltaf tilbúinn hvenær sem þú vilt ná einhverju markiði eins og allir/flestir vita. Drifkraftur líkar það að vera eltur ef svo má segja og þú verður að tækla hann og beygja hann að viljanum þínum sem getur verið erfitt fyrst. Það verður samt auðveldara þegar þú ferð að sjá árangur, þegar þú finnur að heilsan þín batnar og þegar þú finnur að þú ert komin með betra þol.

Það eru leiðir til að íta þessu í rétta átt og þetta er eitthvað sem hefur virkað fyrir mig þrátt fyrir að drifkrafturinn týnist stundum frá mér!


Settu niður markmið
Ekki hugsa endilega um frasa eins og: ég ætla að borða betur, vera hollari því þetta er svo vítt hugtak. Markmið ættu að vera sértækari og ekki óyfirstíganleg, til dæmis eins og: Ég ætla að hlaupa í 30 mín 3 daga vikunnar, ég ætla að drekka 5 vatnsglös í dag.

Skrifaðu markmiðin niður
Skrifaðu þau niður til að ítreka hvað þú vilt afreka, hengdu þau svo upp einhverstaðar þar sem þú sérð þau á hverjum degi. Þau minna þig á hvað það er sem þú vilt.

Byrjaðu smátt:
 Þú þarft ekki að klifra Everest eða hlaupa marathon strax, eins með að þú þarft ekki að missa 10 kíló á einum mánuði það ítir bara undir að þú missir von og þetta verður of erfitt, þú gefst upp. Byrjaðu á einhverju smáu sem þú getur afrekað, þegar þú nærð því þá geturu valið erfiðara, og erfiðara og erfiðara.

 Haltu upp á allan árangur
Sama hversu lítill hann getur virst því það er skref í rétta átt og mundu að þú gast þetta ekki þegar þú byrjaðir! Ekki leyfa hugsuninni að vinna, þessi sem segjir þér að þetta afrek var nú svo lítið, að þú ættir að geta miklu meira, ALLUR árangur hefur gildi eins og þú!

Vertu spennt/ur!
Hljómar auðveldara sagt en gert en með þessum punkti er meiningin sú að þú átt að reyna að hugsa um markmiðin þín með réttu hugafari. Þegar þú hleypur til dæmis reyndu að hugsa ekki að þú hefðir nú getað farið í gær, þú hefðir getað hlaupið hraðar, hugsaðu að þú fórst nú út að hlaupa og þú ert að hreyfa þig sem þú gerðir ekki áður! Vertu spennt yfir því og brostu yfir því, reyndu hugsa meðvitað um þetta, að þú sért ánægð/ur með að þú hafir farið út að hlaupa. 

Leitaðu að innblæstri: 
Finndu drifkraft með því að skoða árangursögur hjá öðrum. Lestu blogg, greinar og horfðu á vídeó af fólki sem hefur náð sínum markmiðum. Það eru svo margir þarna úti sem hafa farið í gegnum nákvæmilega það sem þú ert að fara í gegnum. Kemur aftur fyrir með hugafarið, reyndu að detta ekki í pakka: Þau geta eitthvað sem ég get ekki, af hverju er ég ekki svona, brostu og hugsaðu að þú GETIR orðið svona og þú GETIR náð þínum markmiðum alveg eins og hver annar! 

Notaðu ímyndunaraflið: 
ímyndaðu sjálfa þig þar sem þú ert að ná markmiðum þínum, hvernig þú lítur út og helst hvernig þér líður. Finndu hvernig tilfinningin er að finnast þú hafa náð markmiðum þínum og notaðu þessa tilfinningu til að mótiveita þig! Þú getur blekkt heilann þinn, sannfært sjálfa þig um árangur þinn og þú ert líklegri til að ná honum. 

Hafðu aðra með í þessu:
Segðu vinum og fjölskyldu hvað þú ætlast til að ná og biddu um hjálp, það skiptir máli að fá stuðning. Finndu til dæmis einhvern til að fara með þér í ræktina, þið getið þá peppað hverja aðra upp og getið hvatt hvor aðra. Getur líka farið í tíma eða fengið þér einkaþjálfara sem hjálpar mikið. Það er svo gott að fá undirstöðuatriðin, vera örugg um að þú sért að gera rétt og að einhver sé þarna til að fylgjast með þér og hjálpa þér. 

Fókusaðu á kosti
Það er auðvelt að missa von og drifkraft þegar við einblínum á erfiða hluti þess sem felst í verða fit. Það að fara í ræktina er erfitt, það er oft erfitt að borða hollt þegar það þýðir að þú þurfir að breyta fyrri vana og komast yfir fíkn til dæmis í sykur og annað. Reyndu að hugsa um það góða og þegar vonda hugsunin kemur þá reyniru að hrinda henni í burtu, og hugsa um það góða sem hefur komið af þessu og mun koma. Þá er gott að fara út og fá sér labbitúr, fara í sturtu, finna sér eitthvað sem maður hefur ánægju af, líta aftur yfir markmið, horfa á vídjó sem gefa þér drifkraft, tala við einhvern fyrir stuðning, brosa. Reyna af öllum mætti að fókisa á kostina. 

Hafðu gaman:
Ekki treysta bara á viljastyrkinn, ef þú hatar sellerí og að hlaupa þá geturu ekki ætlast til að borða bara sellerí og hlaupa alla ævi. Þetta er lífstíll og því þarftu að reyna að finna hreyfingu sem þér finnst gaman að, eitthvað sem fær þig til að hlakka til að fara til dæmis í ræktina. Eins með mataræðið, það er ýmsilegt sem hægt er að gera til að seðja sætupúkann og það að vera hollur þýðir ekki að maturinn þurfi að vera bragðlaus eða leiðinlegur! Reyndu að finna nýjar og skemmtilegar hollustuuppskriftir og ekki festast í einhæfu mataræði sem er salat og túnfiskur allan daginn, það er ekki líklegt til að endast.

Fyrirgefðu sjálfri þér! 
Þessi punktur skiptir miklu máli, það versta sem þú gerir er að fá samviskubit og refsa sjálfri þér. Fyrigefðu sjálfri þér fyrir að fara ekki í ræktina þennan dag, fyrir að ná ekki markmiði þínu í þetta sinn, fyrir að vera ekki að borða eins og þú hafðir vonað og move on. Hugsaðu að mistök eru til að læra að þeim plús það að mannlegt líf er ekki fullkomið og það er engin að ætlast til að mataræði og hreyfing séu fullkomin alla daga allt þitt líf! Þú átt að geta leyft þér að fá þér tiramisuið sem þig hefur dreymt um án þess að fá samviskubit, ef þú reynir að borða almennt hollt og velja hollari kosti. Það er mannlegt eðli að vilja fá sér súkkulaðistykki, þú borðaðir það, það er komið ofan í malla og þá er tími til að move on! Gera sér grein fyrir því að þetta var kannski ekki alveg það sem þú vildir eða það sem þér leið vel af þannig að hugsa þér að þú ætlir að fyrirgefa sjálfri þér en fatta að þetta var ekki beint gott og að þú ætlir að bíða fram á laugardag.
Ég ætla alla vega að fókisa mikið á þennan punkt það er á hreinu!





Engin ummæli:

Skrifa ummæli