mánudagur, 26. maí 2014

I'm back!

Ég er á lífi!

Búið að vera brjálað að gera hjá mér svo greyið bloggið hefur setið á hakanum, aldrei liðið svona langt á milli færsla! En ég bæti vonandi úr því núna;)

Síðasti mánuður er búinn að vera erfiður, var í prófum og mikið að gera hjá kallinum svo mataræðið mitt fór alveg í klessu! Ef ég á að vera alveg heiðaleg þá datt ég eiginlega næstum í gamla mataræðið mitt þrátt fyrir að hafa samt borðað eitthvað grænmeti og ávexti sem ég gerði ekki í denn!

En ég er komin aftur! Nú eru rúmir 2 og hálfur mánuður í brúðkaup og þeim tíma verður eytt í lyftingar, auka brennslu og færri kalóríur ( ekkert að tala um alltof lítið, bara minna en viðhaldskalóríurfjöldinn  minn) auk þess sem ég ætla að einbeita mér að borða hollt og prufa nýja hollusturétti sem seðja sætupúkann minn! 

Annars langaði mig að henda inn uppskrift af bananabrauði sem Eyrún vinkona benti mér á!

Bananabrauð:

2 bananar (brúnir)
1 bolli haframjöl
1/2 bolli eggjahvítur
2 msk stevia
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
1 tsk lyftiduft


Setja allt í matvinnsluvél og svo í form og inní 180°ofn í ca. 40 mín

Svo einfalt og gott:)


Ætla mér að verða duglegri að blogga á ný og setja inn ýmsan fróðleik sem ég hef sankað að mér:)

Bless í bili!

2 ummæli:

  1. Girnó og gaman að sjá þig aftur :D
    En hálfur bolli af eggjavhítum hvað eru það margar?

    SvaraEyða
  2. Víí komment! Hehe:) En það fer auðvitað eftir hversu stór eggin eru en það eru svona um 4 eggjahvítur sirka, um 122 gr

    SvaraEyða