miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Af hverju er ég að þessu?

Mig langar að koma einu á framfæri sem ég vil að sé alveg á hreinu:) Síðan ég byrjaði í þessum nýja lífstíl ( ég myndi segja átak en mér finnst það hundleiðinlegt orð) þá hefur mér stundum fundist á fólki að það sé hrætt um að ég sé að fara með þetta út í öfgar. Að ég sé t.d. að borða lítið og hreyfa mig í óhófi, eflaust er þetta bara í hausnum á mér en þrátt fyrir að það gæti verið að enginn hugsi svona þá langar mig rosalega að útskýra af hverju ég er að þessu.

Kærastinn minn bað mín um miðjan ágúst og það var fyrsta skrefið og ég játa að ég hugsaði voðalega lítið um heilsubótina þegar ég ákvað að fara sjálf af stað í að hreyfa mig í byrjun október, ég ætlaði bara að vera eins flott og ég gæti í brúðkaupskjólnum! Hins vegar kom hin hugsunin fljótlega, að ég vildi verða heilbrigð, læra að borða hollt og laga andlegu hliðina, það skipti mig miklu máli.

Ég hreyfi mig 5x í viku í sirka klukkutíma í senn sem verður að teljast eðlilegt, mælt er með að maður hreyfi sig eitthvað á hverjum degi en það geri ég nú ekki, föstudagar og sunnudagar eru letidagar á mínum bæ! Og þá meina ég vandræðalega miklir letidagar, alla vega sunnudagar, þeir eru náttfatadagar út í eitt!

Ég borða yfirleitt 6x á dag og ekki smátterí, ég passa auðvitað skammtana en ég BORÐA.


Dæmi um dag í matardagbók: Tímarnir eru viðmið en auðvitað breytilegir. 

8:00 Hafragrautur ( yfirleitt með banana og hnetusmjöri, stundum einhverju öðru blandi en ég borða vel á morgnanna)

10:00 T.d Skyr eða hrökkbrauðsneiðar með léttsmurosti og osti,  harðfisk eða annað.
 (Prótein í mjólk og t.d. banani ef ég fór í ræktina)

12:30 Lax með sætum kartöflum og grænmeti/ Kjúklingur með því sama/ Afgangur frá kvöldmat eða eitthvað annað.

15:30 Hleðsla, ávöxtur, smoothie eða eitthvað annað.

19:00 Einhver heimilismatur, lasagna, fiskibollur, pasta nefndu það. Ég leyfi mér að fá mér hvað sem ég vil í kvöldmat ( ok kannski ekki hamborgara eða pylsur) Ég sleppi samt alltaf brauði, fæ mér hollari sósur eða fæ mér lítið af sósu og sleppi rjómanum, basically geri kannski örlítið hollar version ef hægt er.
Ég skammta mér á diskinn, yfirleitt er það slatti því af rétta matnum þá geturu borðað meira. ( Kannski ekki að tala um ef ég fæ mér plokkfisk)

Kvöldnasl  Ég er algjör naslari og kemst yfirleitt ekki af án þess að fá mér neitt þangað til að ég fer að sofa þótt ég geri það stundum en ég lærði það af einkaþjálfaranum að þú borðar ef þú ert svangur um kvöldið. Hins vegar geturu valið þér góðan kost, t.d. lúku af tamarimöndlum, harðfisk og svo framvegis já eða KÓKOSKÓLUR! Alla vega segji ég ekki nei við þeim!

Þetta var nú bara smá dæmi um dag hjá mér en ég er alltaf að læra betur að vera fjölbreytileg, er að prufa nýja rétti og komast að því hvað mér finnst gott og hvað ekki. Svo þetta er alls ekki boring eins og mér fannst fyrst, kvartaði yfir því að þetta væri ömurlega einhæft og ég héldi þetta aldrei út, TUÐ TUÐ TUÐ;) 

En já, ég er semsé ekki að þessu til að verða horuð eða skinny eins og sagt er á útlensku,  er ekki að reyna að sjá rifbeinin. ég er að þessu til að verða heilbrigð, líða vel andlega og verða fit! Mig langar í vöðva, ekki í skinn og bein!
Í fyrsta skipti þá  finnst mér ég sterk, mér finnst ég geta náð markmiðum mínum og ég fer úr þægindarammanum í ræktinni í fyrsta skipti því að ég trúi að ég geti það, þetta hefur verið mesta breytingin!  Mér líður betur en áður!

Auðvitað fæ ég erfiða tíma eins og aðrir þar sem ég er nær því að gefast upp, ég vill bara sukka allan daginn (og geri það!) og er Ekki að nenna í ræktina! Ég er ennþá óviss um hvort ég sé að gera rétt og bara fyrir stuttu síðan var ég eiginlega bara búin að segja fokk jú við ræktina. En það þýðir ekki, ekki þegar maður vill ná árangri og sem betur fer er ég aftur komin í grúvið, ég er spennt fyrir þessu aftur og ég hlakka til að fara í ræktina:D


Hérna eru innblásturinn minn!






Semsé ekkert svona rugl:



Og einn svona í lokin! Ætli ég geti fengið Andrés til að fá sér svona brók, efast ekki um að það yrði kynþokkafullt. Og sólartattúið er náttúrlega þvílíkt flott, og stellingin... Æji okey þessi hefur samt flott bodý!




Og herra Pitt, hann er/var sko ekkert shabbý! En NÚ er ég hætt að horfa á karlmannslíkama á netinu, hætt segji ég! ) 

Ps. Á 4 mánaða sambandsdeit við ræktina í dag, liðin tíð þar sem hætt var eftir 2 mánuði, vúhú! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli